Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir lóðaverð á höfuðborgarsvæðinu komið allt að og jafnvel yfir 200 þúsund krónur fyrir hvern byggðan fermetra. Þá sé ekki rétt að nóg framboð sé af lóðum, líkt og haldið hefur verið fram.
„Það eru engar óseldar lóðir í borginni. Það er eftir því sem ég best veit ekki hægt að kaupa eina einustu lóð hjá Reykjavíkurborg. Ekki undir eitt hús. Hvað þá 900 íbúðir. Borgin er í raun að benda okkur á að kaupa lóðir af einkaaðilum, þá væntanlega á þéttingarreitum,“ segir Þorvaldur.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.