Segir sér hafa verið sagt upp vegna skoðanapistils

Kristján Hreinsson segir Háskóla Íslands stunda skoðanakúgun.
Kristján Hreinsson segir Háskóla Íslands stunda skoðanakúgun. Ljósmynd/Aðsend

Kristjáni Hreinssyni rithöfundi hefur verið sagt upp störfum hjá Háskóla Íslands, þar sem hann kenndi námskeið við Endurmennt. Hann greinir frá þessu á facebook-síðu sinni þar sem hann segir jafnframt að uppsögnin hafi komið til vegna skoðanapistils sem hann birti á dögunum.

Í samtali við mbl.is segir hann að tíðinda megi vænta af hans hálfu á næstu dögum en vildi ekki gefa meira upp að svo stöddu.

Kristján skrifaði skoðanapistil á Facebook sinni á dögunum þar sem hann sagði að fólk gæti ekki fæðst í röngum líkama. Hefur pistillinn verið túlkaður sem árás á transfólk en Kristján þvertekur fyrir það.

Hann segir þetta vera skoðanakúgun af hálfu háskólans og miðað við athugasemdakerfið undir facebook-pistli hans má ætla að hann sé alvarlega að íhuga að stefna háskólanum fyrir uppsögnina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert