Þurfa nýtt húsnæði til að tryggja stafræna skjalavörslu

Í geymslum Þjóðskjalasafns.
Í geymslum Þjóðskjalasafns. mbl.is/Ómar Óskarsson

Hollvinasamtök Þjóðskjalasafns Íslands skorar á stjórnvöld að tryggja safninu nýtt húsnæði vegna yfirvofandi breytinga á framtíðarfyrirkomulagi skjalavörslu og skjalastjórn í landinu. 

Þetta kemur fram í ályktun sem Hollvinasamtökin sendu frá sér í kjölfar aðalfundar sem haldinn var þann 1. júní. 

Segir í ályktuninni að þjóðskjalasafnið gegni lykilhlutverki í þeim stafrænu umbreytingum sem blasa við í upplýsingamálum á næstu árum. Nýtt húsnæði tryggi þannig hagfellda og örugga skjalavörslu og skjalastjórn til framtíðar. 

Vegna menningasögulegs hlutverks safnsins leggja hollvinasamtökin áherslu á traust tengsl milli Þjóðskjalasafnsins, Landsbókasafns Íslands - Háskólabókasafns, Þjóðminjasafns, Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum og Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert