Borgin hefur ákveðið að draga úr stuðningi við tónlistarnám fullorðinna í tónlistarskólum borgarinnar.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar, segir að sú hagræðingaraðgerð sé hluti af þeim stóru hagræðingaraðgerðum sem kynntar voru um síðustu áramót hjá Reykjavíkurborg.
Segir Helgi að borgin vilji með ákvörðun sinni fyrst og fremst nýta þá fjármuni, sem fara til tónlistarskólanna, til barna og ungmenna. Hann segir annars vegar um að ræða skerðingu á fjárframlögum til hljóðfæranáms þeirra sem náð hafa 25 ára aldri og eru á grunn- og miðstigi og hins vegar skerðingu á fjárframlögum til söngnáms þeirra sem náð hafa 30 ára aldri og eru á grunnstigi.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.