„Við erum bara að brenna peninga“

Mjólkurfernur.
Mjólkurfernur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Fólk er í rusli yfir þessu. Manni líður eins og aula fyrir að hafa treyst því sem manni hefur verið sagt,“ segir Ragnhildur Alda Vilhjálmsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Greint hefur verið frá því að pappírsfernur séu ekki allar endurunnar heldur brenndar í sementsverksmiðjum á meginlandi Evrópu.

„Við höfum öll, í þessa áratugi, verið að skola og flokka þessar fernur með pappanum í góðri trú um að þetta væri að fara í umhverfisvænan farveg. Síðan kemur í ljós að það er ekki bara að þetta er ekki að fara í umhverfisvænan farveg heldur er verið að brenna þetta í sementsverksmiðjum,“ segir Ragnhildur Alda. Þær séu síður en svo í sama flokki og umhverfisvænar brennslustöðvar, líkt og þekkist í Árósum og víðar.

Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir.
Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir. mbl.is/Arnþór Birkisson

„Nú er komið í ljós að sveitarfélögin hafa verið að brenna peninga með því að flokka þetta svona. Þetta eyðileggur verðgildi pappans. Við fáum miklu minna fyrir þennan pappa með því að blanda honum við þessar fernur. Við erum að fara á mis við háar fjárhæðir og við erum bara að brenna peninga.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert