Stærsti hraðhleðslugarður Íslands tekinn í notkun

Frá vinstri eru Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, Adrian …
Frá vinstri eru Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, Adrian Pike, stjórnarformaður InstaVolt og HS Orku, Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, Ingvar Eyfjörð frá Aðaltorgi og Heike Bergmann, stjórnarmaður í HS Orku.

Instavolt tók í notkun stærsta hraðhleðslugarð Íslands í dag við Aðaltorg í Reykjanesbæ, að því að segir í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Alls hafa verið settar upp 20 hleðslustöðvar við Aðaltorg og eru þær knúnar af HS Orku, sem er samstarfsaðili Instavolt í verkefninu.

Áætlanir Instavolt gera ráð fyrir 200 nýjum hraðhleðslustöðum á Íslandi á næstu tveimur árum.

Hleðslugarðurinn er sá stærsti á Íslandi að sögn Instavolt.
Hleðslugarðurinn er sá stærsti á Íslandi að sögn Instavolt. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert