Reykjavíkurborg, biðlar til íbúa að gefa ekki öndunum á Reykjavíkurtjörninni brauð yfir sumartímann.
Andarungar fara nú að birtast í tjörninnni en á Twitter-reikningi borginnar er brýnt að gefa þeim ekki brauð yfir sumartímann. Ítrekar Reykjavíkurborg í tísti sínu að næg fæða sé umhverfis Tjörninna og því engin þörf til þess að fóðra fuglana.
Ástæðan er sögð sú að brauðgjöf laði að sílmáva, en það auki hættuna á því að andarungarnir verði mávunum að bráð.
❌Andarungarnir fara nú að birtast á Tjörninni og rétt að minna fólk á að gefa fuglunum ekki brauð yfir sumartímann. Brauðgjöf laðar að sílamáva og eykur hættuna á að ungarnir verði þeim að bráð. Nóg fæða er við Tjörnina á sumrin og engin þörf á að fóðra endurnar og ungana.🦆🪺 pic.twitter.com/PXdHsfH0pH
— Reykjavík (@reykjavik) June 7, 2023