Ekki gefa öndunum brauð

Reykjavíkurborg biðlar til fólks að forðast brauðgjöf við Tjörnina yfir …
Reykjavíkurborg biðlar til fólks að forðast brauðgjöf við Tjörnina yfir sumartímann. Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Reykjavíkurborg, biðlar til íbúa að gefa ekki öndunum á Reykjavíkurtjörninni brauð yfir sumartímann.

Andarungar fara nú að birtast í tjörninnni en á Twitter-reikningi borginnar er brýnt að gefa þeim ekki brauð yfir sumartímann. Ítrekar Reykjavíkurborg í tísti sínu að næg fæða sé umhverfis Tjörninna og því engin þörf til þess að fóðra fuglana.

Ástæðan er sögð sú að brauðgjöf laði að sílmáva, en það auki hættuna á því að andarungarnir verði mávunum að bráð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert