Elizabeth Greasley ráðin skólastjóri

Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands.
Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands.

Elizabeth Greasley hefur verið ráðin skólastjóri Listdansskóla Íslands. Í tilkynningu frá skólanum kemur fram að hún búi að áratuga reynslu sem listrænn stjórnandi, ballettkennari, pilatesþjálfari og danshöfundur.

„Hún nam listdans hjá The Royal Ballet School og English National Ballet og starfaði meðal annars sem dansari hjá English National Ballet og Cecilia Marta Dance Company. Elizabeth hefur samið dansa fyrir mörg evrópsk stór verkefni og söngleiki á West End. Hún hefur verið yfirþjálfari í fjölda söngleikja og var meðal annars ballettþjálfari drengjanna sem leika Billy Elliott um árabil. Hún sá einnig um þjálfun Billy-strákanna í söngleiknum hér á landi. Það er mikill fengur að fá svo reynslumikinn kennara og stjórnanda sem Elizabeth til liðs við skólann,“ segir í tilkynningu skólans.

Málefni Listdansskólans voru nokkuð til umfjöllunar fyrr á árinu. Öllu starfs­fólki List­d­ans­skól­ans var sagt upp vegna óviss­u um fjár­mögn­un hans. Síðar var tilkynnt að tekist hefði að tryggja rekst­ur­inn á þessu ári en skól­inn og mennta- og barna­málaráðuneytið gerðu viðauka við samn­ing sinn um list­d­ans á fram­halds­stigi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert