Landeldi undirbúið á umfangsmiklu athafnasvæði

Framkvæmdin er sú mesta í Vestmannaeyjum í langan tíma.
Framkvæmdin er sú mesta í Vestmannaeyjum í langan tíma. mbl.is/GSH

Fjöldi starfsmanna með jarðvinnutæki og bíla er að störfum á athafnasvæði landeldisstöðvar Icelandic Land Farmed Salmon (ILFS) í Viðlagafjöru í Vestmannaeyjum. Verið er að undirbúa lóðina undir byggingu eldiskera og tilheyrandi húsa. Eins og sést á myndinni er athafnasvæðið umfangsmikið enda framkvæmdin sú mesta í Eyjum í langan tíma.

Fyrsta skóflustungan að stöðinni var tekin um miðjan ágúst í fyrra. Gert er ráð fyrir að í fullbyggðri stöð verði 21 eldisker, hvert um sig 27 metrar að þvermáli og 15 metrar að hæð, auk níu minni kera. Þá verður reist 3.300 fermetra þjónustubygging auk smærri mannvirkja.

Uppbyggingin fer fram í áföngum. Í fyrsta áfanga er fyrirhugað að framleiða fimm þúsund tonn af laxi á ári. Gert er ráð fyrir að fyrstu seiðin fari í eldi haustið 2024 og að slátrun á fullvöxnum laxi hefjist undir lok árs 2025. Áætlaður kostnaður við þennan áfanga er 25 milljarðar og þrír milljarðar að auki við seiðastöð.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert