Mikil uppbygging í nágrenni flugvallar

Aðaltorg í Reykjanesbæ er við Aðalgötu og Reykjanesbraut, skammt frá …
Aðaltorg í Reykjanesbæ er við Aðalgötu og Reykjanesbraut, skammt frá Keflavíkurflugvelli. Ljósmynd/Víkurfréttir

Stærsti hraðhleðslugarður Íslands var opnaður á Aðaltorgi í Reykjanesbæ í gær. Á Aðaltorgi hefur verið mikil uppbygging upp á síðkastið og verður áfram næstu árin. Má þar nefna að fyrsta einkarekna heilsugæslustöðina utan höfuðborgarsvæðisins sem mun opna í september.

Frá þessu segir Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri Aðaltorgs, í samtali við mbl.is.

„Aðaltorg er fasteignarþróunarverkefni sem að hófst með opnun Olís bensínstöðvar á mótum Aðalgötu og Reykjanesbrautar árið 2017. Svo byggðum við Courtyard by Marriott hótelið.

Nú erum við búin að opna bílaapótek Lyfjavals og tvo veitingastaði, Langbest og The Bridge, þarna á svæðinu. Svo er komin þarna hárgreiðslustofa og svona optic stofa. Við erum nú að breyta eldra húsnæði okkar í fyrstu einkareknu heilsugæslustöðina utan höfuðborgarsvæðisins og ætlum við að opna 1. september,“ segir Ingvar.

Byggja á K64

Hann segir að á Aðaltorgi verði alhliða verslunar og þjónustutorg ásamt mögulegum íbúðum þegar fram í sækir.

Við erum að byggja þessar áætlanir á K64, sem er þróunaráætlun Kadeco fyrir nærumhverfi Keflavíkurflugvallar,“ segi Ingvar.

K64, þró­un­ar­áætl­un Kadeco um heild­stæða sýn á upp­bygg­ingu í kring­um Kefla­vík­ur­flug­völl var kynnt í mars en hún nær til árs­ins 2050. Gert er ráð fyr­ir um 134 millj­örðum króna til upp­bygg­ing­ar­inn­ar á þeim tíma.

Landsvæðið verður 66.000 fermetrar

Er Aðaltorg hugsað mest fyrir ferðamenn?

„Nei. Allt sem tengist uppbyggingunni á torginu getur verið fyrir heimamenn og gesti, íslenska og erlenda. Þeir eiga allir erindi inn á Aðaltorg, en þetta er að sjálfsögðu hluti af þjónustu nærumhverfis flugvallarins,“ segir Ingvar.

„Við erum með deiliskipulag fyrir 34.000 fermetra landsvæði og erum að vinna að nýrri deiliskipulagningu þar sem landsvæðið verður einhverjir 66.000 fermetrar, eitthvað svoleiðis.“

Teymi Aðaltorgs, frá vinstri: Rósa Ingvarsdóttir fjármálastjóri, Alexander Ragnarsson umsjónarmaður …
Teymi Aðaltorgs, frá vinstri: Rósa Ingvarsdóttir fjármálastjóri, Alexander Ragnarsson umsjónarmaður fasteigna, Einar Þór Guðmundsson viðskiptaþróun, Adam Calicki, verkfræði – og tæknimál, Ingvar Eyfjörð, framkvæmdastjóri. Ljósmynd/Aðsend

Samgöngubætur samhliða uppbyggingu

Ingvar telur verulegar samgöngubætur verða samhliða uppbyggingu á Aðaltorgi.

„Ég held að þetta sé liður í því að byggja upp mun öflugra umferðarnet í kringum flugvöllinn með tengingu við Reykjavík,“ segir Ingvar.

„Eitt af útskotum hringtorgsins Aðaltorgs er stoppistöðin við svokallað demantshlið inn á flugvöllinn þar sem allir starfsmenn sem starfa innan öryggissvæðisins þurfa að fara um.

Aðaltorg er þannig beintengt þessum almenningssamgöngum sem tryggja flugvellinum starfsmenn, hvort sem það er frá Suðurnesjum eða frá Reykjavík,“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert