Mosfellsbær og Samtökin 78 semja

Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna …
Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78. Ljósmynd/Aðsend

Mosfellsbær skrifaði undir samstarfssamning við Samtökin 78 í dag um hinsegin fræðslu, ráðgjöf og stuðning við nemendur, aðstandendur þeirra og starfsfólk sveitarfélagsins sem starfar með börnum og ungmennum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Mosfellsbæ.

Í samningnum felst að viðkomandi aðilar geta þegið ráðgjöf frá samtökunum án endurgjalds. Fræðslan mun vera í formi erinda fyrir starfsfólk og þá fara fram námskeið fyrir nemendur sem hefjast um haustið.

Kostar fimm milljónir

Mosfellsbær ítrekar mikilvægi fræðslu í ljósi áreitni, hatursorðræðu og ofbeldi í garð hinsegin fólks sem hefur aukist síðustu misseri. 

Mikilvægt er að bregðast við með aukinni umræðu og fræðslu og vill Mosfellsbær stíga þar nauðsynleg skref öllum til heilla og í takti við menntastefnu sveitafélagsins,“ segir í tilkynningunni.

Samningurinn er til þriggja ára en Mosfellsbær greiðir rúmar 5 milljónir fyrir verkefnið. Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri Mosfellsbæjar, og Daníel E. Arnarson, framkvæmdastjóri Samtakanna 78, skrifuðu undir samninginn í dag. 

Regína Ásvaldsdóttir og Daníel E. Arnarsson ásamt Gunnhildi Sæmundsdóttur, sviðsstjóra …
Regína Ásvaldsdóttir og Daníel E. Arnarsson ásamt Gunnhildi Sæmundsdóttur, sviðsstjóra fræðslusviðs, Eddu Davíðsdóttur, Jóhönnu Magnúsdóttur og Ragnheiði Axelsdóttur, fulltrúum fræðslu- og frístundasviðs Mosfellsbæjar, Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert