Ökumaður var handtekinn grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna í miðbæ Reykjavíkur um áttaleytið í gærkvöldi, en hann reyndist einnig hafa fíkniefni í fórum sínum.
Hann var látinn laus að lokinni blóðsýnatöku.
Lögregla vísaði manni í annarlegu ástandi út af matsölustað í hverfi 105 í Reykjavík um níuleytið í gærkvöldi.
Þá barst lögreglu tilkynning um innbrot og þjófnað úr verslun í hverfi 105 rétt fyrir klukkan fjögur í nótt.
Þá var töluvert tilkynnt um hávaða og unglingadrykkju á höfuðborgarsvæðinu í nótt og einnig mikið um aðstoð vegna veikinda, að því er fram kemur í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Lögregla handtók mann í annarlegu ástandi í Breiðholti um hálfníuleytið í gærkvöldi. Hann gistir fangageymslu lögreglu.
Þá var tilkynnt líkamsárás í Hafnarfirði um ellefuleytið í gærkvöldi. Um minniháttar meiðsl var að ræða.