Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti veikan skipverja um borð í togara á Vestfjarðamiðum í nótt.
Atvikið kom upp um þrjúleytið og eftir samráð við lækni var ákveðið að sækja hann með þyrlu, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni.
Þyrlan lenti með skipverjann í Reykjavík um sexleytið í morgun.