21 milljarðs króna halli á fyrsta ársfjórðungi

Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur.
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur. mbl.is/Kristinn Magnússon

Áætlað er að 21 milljarðs króna halli hafi verið á rekstri hins opinbera á fyrsta fjórðungi ársins eða sem nemur 2,1% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins.

Til samanburðar nam halli á fyrsta fjórðungi á síðasta ári 2,3% af vergri landsframleiðslu ársfjórðungsins. Þetta kemur fram á vef Hagstofunnar.

Í heild er áætlað að tekjur hins opinbera hafi aukist um 11,8% frá fyrsta fjórðungi 2022 en tekjur af sköttum og tryggingagjaldi jukust um 15,1%.

Áætlað er að heildarútgjöld hafi aukist um 11,6% á fyrsta ársfjórðungi 2023 frá sama tímabili fyrra árs. Vaxtagjöld eru talin hafa aukist um 46,2% frá fyrsta ársfjórðungi 2022 sem skýrist að hluta til af versnandi lánakjörum.

Áætlað er að útgjöld vegna launa hafi aukist um 6,4%, kaup á vöru og þjónustu um 9,4% og opinber fjárfesting um 19,7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert