Ársverkum ríkisstarfsmanna fjölgaði um 3.356

Mesta fjölgunin er hjá hjúkrunarfræðingum, eða 630 ársverk sem er …
Mesta fjölgunin er hjá hjúkrunarfræðingum, eða 630 ársverk sem er 40% aukning. mbl.is/Jim Smart

Ársverkum ríkisstarfsmanna hefur fjölgað um alls 3.356 frá árinu 2012 eða um 20%. Frá 2012 til 2015 stóð fjöldi ríkisstarfsmanna nokkurn veginn í stað og hefur því nær öll þessi fjölgun ríkisstarfsmanna átt sér stað á árunum eftir 2015. Kemur þetta fram í nefndaráliti meirihluta fjárlaganefndar við fjármálaáætlunina en nefndin aflaði sér þessra upplýsinga.

Mest fjölgar hjúkrunarfræðingum

„Mesta fjölgunin er hjá hjúkrunarfræðingum, eða 630 ársverk sem er 40% aukning. Háskólakennurum og prófessorum fjölgar einnig umtalsvert eða um 581, eða 50%, og háskólamenntuðum félagsvísindamönnum og náttúrufræðingum fjölgar samtals um 576 manns sem einnig er 50% fjölgun. Þá fjölgaði háskólamenntuðu starfsfólki Stjórnarráðsins um 350 manns en á móti vegur fækkun annarra starfsmanna. Samtals fjölgar starfsfólki Stjórnarráðsins um 425 manns eða 59%,“ segir í nefndarálitinu.

Hjá ýmsum öðrum stéttarfélögum hefur fjölgun ríkisstarfsmanna frá 2012 verið mun minni, s.s. hjá félagsmönnum SFR, sem árið 2019 sameinaðist Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar í Sameyki, en þeim fjölgaði frá 2012 um 5%. Sjúkraliðum fjölgaði á þessu tímabili um 20%. Þá kemur fram að ársverkum lögreglumanna fjölgaði úr 667 í 870 eða um 30%. Helmingur aukningarinnar á tímabilinu skýrist af fjölgun starfsfólks sjúkrahúsa og hjá heilsugæslunni.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert