Dómur staðfestur vegna kynferðisbrota á Snapchat

Hörður Sigurjónsson, f.v. rannsóknarlögreglumaður var dæmdur fyrir brot gegn barnungum …
Hörður Sigurjónsson, f.v. rannsóknarlögreglumaður var dæmdur fyrir brot gegn barnungum stúlkum í Snapchat-forritinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Landsréttur staðfesti í dag þriggja ára dóm yfir Herði Éljagrími Sigurjónssyni, fyrrverandi rannsóknarlögreglumanni. Hörður braut á sextán stúlkum á aldrinum 10 til 15 ára í gegnum samskiptaforritið Snapchat. Hörður var sjálfur á sjötugsaldri þegar brotin áttu sér stað. 

Héraðsdómur dæmdi í máli Harðar í júlí 2022 fyrir brot gegn stúlkunum, vörslu barnakláms og umferðarlagabrot, en hann áfrýjaði málinu og krafðist sýknu. Ákæruvaldið krafðist þess hins vegar að dómurinn yfir Herði yrði þyngdur. 

Kom fram að óslitið gæsluvarðhald Harðar frá 9. desember 2021 til dagsins í dag kæmi til frádráttar dæmdrar refsingar.

Landsréttur hækkaði bætur sem Herði var gert að greiða brotaþolum upp í 400 þúsund og 500 þúsund krónur. Héraðsdómur hafði áður gert Herði að greiða þeim ýmist 300 eða 400 þúsund krónur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert