Tólf Íslendingar hljóta í ár Fulbright-styrk, sem samnefnd stofnun veitir íslenskum og bandarískum náms- og fræðimönnum árlega.
Samkvæmt tilkynningu frá stofnuninni var móttaka til heiðurs íslensku styrkþegunum haldin 6. júní í Iðnó. Fengu þar níu Íslendingar styrk til framhaldsnáms og rannsókna við bandaríska háskóla, og þrír styrk til sumarnámskeiða í Bandaríkjunum.
Íslendingarnir sem hljóta Fulbright-styrk:
- Arnhildur Tómasdóttir, til mastersnáms í erfðaráðgjöf við Stanford-háskóla
- Gríma Irmudóttir, til mastersnáms í heimildarmyndagerð við Northwestern-háskóla
- Hrafnkell Guðjónsson, til mastersnáms í mannréttindalögfræði við Kaliforníuháskóla, Berkeley
- Ivana Nikolic, til mastersnáms í mannréttindalögfræði við Harvard-háskóla
- Jónatan Hróbjartsson, til mastersnáms í viðskiptalögfræði við Duke-háskóla
- Sigurbjörn Bernharð Edvardsson, til mastersnáms í alþjóðalögum við Harvard-háskóla
- Emil Dagsson, til doktorsrannsókna í hagfræði við Brown-háskóla
- Guðbjörg Ríkey Thoroddsen, til doktorsrannsókna í alþjóðasamskiptum við Harvard-háskóla
- Sólveig Sanchez, til doktorsrannsókna í umhverfisfræði við Kaliforníuháskóla
- Eybjört Ísól Torfadóttir, til þátttöku á sumarnámskeiði við Wisconsin-háskóla
- Þór Ástþórsson, til þátttöku á sumarnámskeiði við Wisconsin-háskóla
- Embla Rún Halldórsdóttir, til þátttöku í sumarnámsstefnu á sviði umhverfismála við Shippensburg-háskóla