Verulegra vonbrigða gætir með afdrif frumvarps dómsmálaráðherra til lögreglulaga, en ljóst er orðið að það fær ekki brautargengi á þessu þingi.
Bæði Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra og Vilhjálmur Árnason alþingismaður lýsa yfir vonbrigðum sínum með þessa niðurstöðu og saka Vinstri græna um að hafa komið í veg fyrir að frumvarpið næði fram að ganga.
Þeir eru sammála um að brýna nauðsyn hafi borið til að afgreiða málið, enda varði það þjóðaröryggi að auka heimildir lögreglunnar til að takast á við skipulagða brotastarfsemi. Með samþykkt frumvarpsins hefði staða lögreglunnar til að takast á við alvarleg brot gegn öryggi ríkisins verið efld, til dæmis hvað varðar hryðjuverk og njósnir.
Ríkislögreglustjóri telur mikilvægt að skýra lagaheimildir um eftirlit og upplýsingaöflun lögreglu samhliða auknu eftirliti með störfum hennar.
Vilhjálmur segir að Vinstri grænir hafi af einhverjum ástæðum ekki viljað klára málið, þrátt fyrir að frumvarpið hafi verið samþykkt í ríkisstjórn.
Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.