Kjörnir voru 16 aðal- og varamenn í Landsdóm á Alþingi í dag.
Samkvæmt 2. gr. laga um Landsdóm ber Alþingi að kjósa átta aðalmenn og jafnmarga varamenn til sex ára í senn.
Aðalmenn eru:
Varamenn eru:
Auk þeirra sitja 5 dómarar við Hæstarétt sem hafa lengstan starfsaldur, dómstjórinn við Reykjavík og prófessor við stjórnskipunarrétt við Háskóla Íslands. Forseti Hæstaréttar er sjálfkjörinn forseti Landsdóms.
Landsdómur er sérdómstóll sem fjallar um ætluð brot ráðherra í embætti. Dómstóllinn hefur einu sinni verið kallaður saman en það var árið 2012 eftir að Alþingi ályktaði að höfða mál á hendur Geir Hilmari Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, í kjölfar efnahagshrunsins.
Síðustu ár hefur verið umræða um hvort breyta eigi fyrirkomulagi dómstólsins og jafnvel leggja hann niður. Í janúar árið 2020 samþykkti ríkisstjórnin að hefja vinnu um breytingar á lögum um Landsdóm og ráðherraábyrgð en engar breytingar hafa átt sér stað enn sem komið er.