Landsréttur staðfesti í dag dóm Héraðsdóm Reykjavíkur yfir Nazari Hafizullah vegna tilraunar til manndráps gagnvart samstarfsfélaga sínum við vinnusvæði á Seltjarnarnesi, en refsing hans var þyngd um tvö ár miðað dóm héraðsdóms.
Var hann dæmdur til að sæta fangelsi í fimm ár og sex mánuði fyrir Landsrétti en hann hafði verið dæmdur til að sæta fangelsi í þrjú ár og sex mánuði í héraðsdómi.
Nazari var ákærður 9. september á síðasta ári og var honum gefið að sök tilraun til manndráps með því að hafa þann 17. júní sama ár komið aftan að samstarfsfélaga sínum þar sem hann sat á jörðinni og slegið hann þrisvar sinnum í höfuðið og ítrekað í líkama með klaufhamri og jarðhaka.
Maðurinn þríhöfuðkúpubrotnaði við líkamsárásina ásamt því að hann hlaut eymsli, mar og bólgu hægra megin á brjóstkassa. Jafnframt brotnuðu tvö rifbein auk áverka á framhandlegg, hægri hendi og hægri ökkla.
Þá réðst hann jafnframt á annan samstarfsfélaga sinn sem hann sló fyrirvaralaust með klaufhamrinum í höfuð og aftan á hvirfilinn. Í kjölfarið náðu aðrir starfsmenn að yfirbuga Nazari og var hann handtekinn af lögreglu þegar hún kom á vettvang.
Landsréttur leit til þess í heimfærslu sinni að út frá framburði vitna og gagna málsins væri bersýnilegt að hending ein hafi ráðið því að fyrri samstarfsfélaginn hlaut ekki lífshættulega áverka. Þá ítrekaði dómurinn að Nazari hafi ekki getað dulist að verknaður hans gæti leitt til manndráps og að honum hafi látið sér það í léttu rúmi liggja.
Á því byggðu var litið svo á að um tilraun til manndráps væri að ræða. Þá staðfesti dómurinn niðurstöðu héraðsdóm um að sannað þótti að árás Nazari gagnvart seinni samstarfsmanninum teldist stórfelld líkamsárás.
Taldi dómurinn þá að refsilækkunarástæður ættu ekki við í máli Nazari með tilliti til ákvæða almennra hegningarlaga. Frekar ætti að líta til huglægrar afstöðu Nazari á meðan verknaðinum stóð og dæmd refsiþynging. Var því dómurinn þyngdur um tvö ár.
Að auki var Nazari gert að greiða fyrri samstarfsfélaganum tvær milljónir og þeim seinni 800 þúsund krónur í miskabætur.