Kjötið mun hækka í haust

Verð á innlögðu dilkakjöti til bænda hækkar í haust.
Verð á innlögðu dilkakjöti til bænda hækkar í haust. mbl.is/Skapti Hallgrímsson

SS hefur nú ákveðið að afurðaverð til sauðfjárbænda verði hækkað í haust um 18% fyrir innlagt dilkakjöt og um 12% fyrir fullorðið fé. Í fyrstu viku sláturtíðar eru einnig greidd 15% til viðbótar en slátrun hjá SS hefst 6. september.

Steinþór Skúlason, forstjóri fyrirtækisins, segir að verð á sauðfjárafurðum sé aðeins ákveðið einu sinni á ári, ólíkt verðlagningu á öðrum afurðum sem framleiddar eru í hverjum einasta mánuði. „Þá breytist verð oftar.“ Líta þurfi til lengra tímabils við framleiðslu á lambakjöti en á nautakjöti, svínakjöti og hrossakjöti.

Erfið staða sauðfjárbænda

Steinþór segir að við ákvörðunina sé horft til stöðu sauðfjárbænda. „Það liggur fyrir að það er búinn að vera verulegur samdráttur í framleiðslu þeirra og ýmislegt bendir til að hann sé jafnvel að aukast. Það vantar eitthvað upp á afkomuna til að menn sjái sér hag í því að vera með sauðfé.“ Steinþór segir að SS muni jafnframt greiða 5% til viðbótar fyrir allt afurðainnlegg ársins 2023.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu i dag og þar rætt við Ásgeir Torfa Hauksson, framkvæmdastjóra Norðlenska.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert