Sjúkratryggingar Íslands hafa gert nýjan samning um tannlæknaþjónustu, segir í tilkynningu Stjórnarráðsins.
Efni samningsins varðar forvarnir og tannlækningar barna til 18 ára aldurs, tannlækningar öryrkja og aldraðra en einnig tannlækningar vegna alvarlegra meðfæddra galla, slysa eða sjúkdóma annarra en tannréttinga, kemur fram í tilkynningunni.
Samningurinn gildir til og með 31. janúar 2024.
Þá kemur jafnframt fram í tilkynningunni að Sjúkratryggingar Íslands og Tannlæknafélag Íslands hafi gert samstarfssamning um meðal annars endurskoðun gjaldskrár á samningstímanum.