Seðlabankinn og ríkið sýknuð af kröfu Arion

Arion banki laut í lægra haldi í Landsrétti.
Arion banki laut í lægra haldi í Landsrétti. mbl.is/Eggert

Landsréttur staðfesti niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur um að sýkna Seðlabanka Íslands og íslenska ríkið af kröfum Arion banka um að fella úr gildi 87.000.000 kr. stjórnvaldssekt sem lögð var á bankann.

Sekt­in var lögð á Ari­on banka fyr­ir að hafa ekki birt eins fljótt og auðið var inn­herja­upp­lýs­ing­ar um fyr­ir­hugaðar hagræðing­araðgerðir hjá bank­an­um í sept­em­ber árið 2019.

Fram kom í frétt Mann­lífs á þess­um tíma að sam­kvæmt heim­ild­um vef­miðils­ins yrði allt að 80 manns sagt upp störf­um hjá Ari­on banka. Bank­inn staðfesti upp­sagn­irn­ar ekki fyrr en nokkr­um dög­um síðar, eða 26. sept­em­ber 2019.

Áhrif á verðmæti bankans

Fjár­mála­eft­ir­litið taldi þetta vera dæmi um inn­herja­upp­lýs­ing­ar sem gætu haft áhrif á verðmæti bank­ans.

Ari­on banki taldi sig ekki hafa borið skylda til að bregðast við frétt Mann­lífs og birta inn­herja­upp­lýs­ing­arn­ar sem bank­inn hafði frestað birt­ingu á eft­ir að frétt­in birt­ist. Bank­inn sagði m.a. að inn­herja­upp­lýs­ing­arn­ar sem hann frestaði birt­ingu á hafi ekki birst í frétt Mann­lífs og að upp­lýs­ing­arn­ar i frétt­inni hafi því ekki bein­lín­is tengst inn­herja­upp­lýs­ing­um.

Fjár­mála­eft­ir­litið sagðist ekki draga í efa að ákvörðun Ari­on banka um að fresta birt­ingu á inn­herja­upp­lýs­ing­um í upp­hafi hafi verið í sam­ræmi við lög. Á bank­an­um hafi hins veg­ar hvílt rík laga­skylda til að tryggja trúnað um inn­herja­upp­lýs­ing­arn­ar þegar hann nýtti und­an­tekn­ing­una og þegar skil­yrði frest­un­ar voru ekki leng­ur fyr­ir hendi. Þá hafi hon­um borið að birta upp­lýs­ing­arn­ar eins fljótt og auðið var.

Niðurstaðan staðfest

Landsréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms um að hafna kröfu Ari­on banka. Sú ákvörðun að fresta birt­ingu inn­herja­upp­lýs­inga í rúma þrjá sól­ar­hringa hafi því verið í and­stæðu við lög, vegna þess að til­kynn­ing­ar­skylda bank­ans hafi verið virk um leið og inn­herja­upp­lýs­ing­arn­ar birt­ust 22. sept­em­ber.

Þá ber Arion banka að greiða Seðlabankanum og ríkinu málskostnað fyrir Landsrétti, samtals 1.000.000 kr. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert