Skjálfti yfir þremur að stærð í Bárðarbungu

Bárðarbunga er í Vatnajökli.
Bárðarbunga er í Vatnajökli. Kort/Map.is

Skjálfti af stærðinni 3,1 mældist í Bárðarbungu í nótt. Vakthafandi jarðvísindamaður hjá Veðurstofu Íslands segir að engir eftirskjálftar hafi mælst í kjölfarið. 

Segir hann enn fremur að um eðlilega virkni sé að ræða, skjálftar af þessari stærð verði gjarnan á þessu svæði. 

Skjálftinn varð klukkan 03:27 í nótt.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert