Tæplega 5% Íslendinga skrifað undir söfnunina

Hvalur skorinn í Hvalfirði eftir veiðar árið 2009.
Hvalur skorinn í Hvalfirði eftir veiðar árið 2009. AFP/Halldór Kolbeins

Tveir undirskriftarlistar hafa verið í dreifingu undanfarið þar sem þess er krafist að hvalveiðar verði bannaðar og hval­veiðileyfi Hvals hf. verði aft­ur­kallað. Annars vegar hinn alþjóðlegi, þar sem fólk utan Íslands hefur skrifað undir og eru þar 360.000 undirskriftir, en hins vegar íslenski undirskriftarlistinn þar sem 18.455 manns hafa skrifað undir. Það jafngildir 4.76% Íslendinga ef miðað er við mannfjöldatölur Hagstofu Íslands.

Í gær afhentu hvalavinir alþjóðlegu undirskriftarsöfnunina til Alþingis. 

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem undirskriftarsafnanir gegn hvalveiðum eiga sér stað en árið 2013 söfnuðu andstæðingar hvalveiða 33.000 undirskriftum og var það samansafn af bæði Íslendingum og ferðamönnum á Íslandi. Íslenski undirskriftarlistinn hefur staðið í stað í um það bil 18.000 undirskriftum í rúmlega viku en söfnunin er þó enn í gangi og ekki útilokað að það breytist.

Það eru Náttúruverndarsamtök Íslands sem standa að söfnuninni en hvalveiðar hafa verið mikið á milli tannanna á fólki eftir að fram kom í skýrslu Matvælastofnunar  af­líf­un á hluta stór­hvela hafi tekið of lang­an tíma og ekki sam­ræmst meg­in­mark­miðum laga um vel­ferð dýra.

Kristján Loftsson, stærsti hluthafi Hvals hf., gagnrýndi þó eft­ir­lits­skýrslu MAST og taldi hana litaða af and­stöðu við hval­veiðar og þekk­ing­ar­leysi eft­ir­litsaðila Fiski­stofu, en at­hug­an­ir henn­ar lágu til grund­vall­ar skýrsl­unni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert