5G aðgengilegt víða um landið

5G-mastur Vodafone.
5G-mastur Vodafone. Ljósmynd/Aðsend

Vodafone hefur virkjað 5G þjónustu á 100 sendum um landið sem hluta af verkefninu 5G allan hringinn, sem hófst haustið 2020. Búast má við að 100 sendar til viðbótar verði settir upp á landinu á næstu 18 mánuðum.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjölmiðlafyrirtækinu Sýn, sem rekur Vodafone, en þar segir að 5G tæknin bjóði upp á tækifæri til þess að ná meiri hraða og stöðugleika í nettengingum bæði heima fyrir og hjá fyrirtækjum. 

Haft er eftir Sigurbirni Eiríkssyni, forstöðumanni Innviða hjá Sýn, að uppbyggingin stórbæti tengingar fyrir landsmenn og ferðamenn. Vodafone muni setja upp 100 5G senda til viðbótar á næstu 18 mánuðum um allt land.

Allt að 10 sinnum hraðarar en 5G

Í tilkynningunni er einnig haft eftir Sesselíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóri hjá Vodafone, að 5G netið sé allt að 10 sinnum hraðara en 4G netið og bjóði upp á möguleika að deila miklu magni af gögnum í rauntíma.

Hún segir að 5G tæknin veiti til dæmis fyrirtækjum möguleika á að nýta hlutanetstækni til rakningar og mælinga í rauntíma og hámarka skilvirkni. Hún tryggi jafnframt sumarbústaðareigendum sítengingu á dreifbýli og einstaklingum að streyma miklu magni gagna á miklum hraða.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert