Rúmlega 900 hlauparar tóku þátt í Hengill Ultra hlaupinu í dag og í gær. Hlaupaleiðin liggur um uppland Hveragerðis og Ölfus.
Þetta var í tólfta skipti sem mótið er haldið.
Adan Komoriwski frá Póllandi sigraði hundrað mílna hluta keppninnar og Rúmeninn Mihai Serban endaði í öðru sæti. Reyndar voru Serban og Komoriwski þeir einu sem kláruðu, af þeim fimm sem hófu keppni í 100 mílna vegalengdinni.
Sölvi Snær Egilsson og Dalrós Ingadóttir sigruðu 106 kílómetra hluta mótsins.
Thelma Björk Einarsdóttir kom svo fyrst í mark í 53 kílómetra dagleiðinni. Sló hún í leiðinni brautarmet með tímanum 5:27:23. Sigurjón Ernir Sturluson sigraði karlaflokkinn með nýju persónulegu meti í þessari vegalengd.