Áhyggjur vegna opinna vinnurýma

Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna.
Theódór Skúli Sigurðsson, formaður Félags sjúkrahúslækna. mbl.is

Félag sjúkrahúslækna hefur lýst yfir þungum áhyggjum vegna yfirlýstrar stefnu stjórnvalda og áforma um opin vinnurými lækna á heilbrigðisstofnunum.

Þá segir í ályktun sem samþykkt var á aðalfundi að félagið telji breytinguna ekki geta tryggt persónuvernd sjúklinga nægilega og muni skaða starfsumhverfið. „Við viljum vekja athygli á áhyggjum okkar og vonandi geta lært af öðrum þjóðum,“ segir Theódór Skúli Sigurðsson formaður félagsins.

Hann segir að heilbrigðisstofnanir erlendis, sem tóku upp opin vinnurými, hafi margar hverjar tekið þær ákvarðanir til baka vegna rannsókna sem sýna fram á óhagkvæmni þess. Þá segir hann að mestar áhyggjur hafi læknar af atriðum á borð við persónuvernd sjúklinga, að geta unnið vel ákveðin gæðastörf sem krefjast mikillar einbeitingar og að geta sinnt rannsóknarvinnu.

Nánar er rætt við Theódór í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert