Bjart á Suður- og Suðausturlandi

Bjart verður á á Suður- og Suðausturlandi í dag.
Bjart verður á á Suður- og Suðausturlandi í dag. mbl.is/Sigurður Bogi

Smáskúrir verða norðantil á landinu í dag og dálítil rigning austast fram eftir degi, en bjart veður á Suður- og Suðausturlandi.

Vestlæg átt verður í dag, víða 5-10 m/s. Fremur svalt, en hiti kemst þó líklega í 15 stig suðaustanlands.

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings.

Suðvestan kaldi eða stinningskaldi verður á morgun, en upp í allhvassan eða hvassan vind þar sem hann stendur af fjöllum á norðvestanverðu landinu. Þurrt og víða sólríkt veður, en skýjað að mestu vestanlands. Hiti verður 10 til 20 stig, hlýjast á austurhelmingi landsins.

Það lægir nokkuð norðvestantil á mánudag, en annars er litlar breytingar að sjá á veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert