Bygging milljarða laxasláturhúss á lokametrunum

Vítt er til veggja og hátt til lofts í salarkynnum …
Vítt er til veggja og hátt til lofts í salarkynnum laxasláturhúss og vinnslu Arctic Fish. Húsið er hólfað niður eftir hlutverki tækjanna sem þar eru. mbl.is/Helgi Bjarnason

Bygging laxasláturhúss og vinnslu Arctic Fish í Bolungarvík er á lokastigi en hún hefur aðeins tekið liðlega eitt ár. Fyrstu löxunum var slátrað þar í vikunni til að fá reynslu á tækin en stefnt er að því að starfsemi hefjist í byrjun júlí. Sláturhúsið er búið nýj­ustu tækni og er sjálfvirkni mikil. Er þetta ein mesta framkvæmd Vestfjarða um þessar mundir því heildarfjárfesting í húsi og tækjum nemur 4-5 milljörðum króna. 

Öll stykki í kælikerfinu þurfa að vera á réttum stað.
Öll stykki í kælikerfinu þurfa að vera á réttum stað. mbl.is/Helgi Bjarnason

Sláturhúsið er á Brjótnum í Bolungarvíkurhöfn. Í byrjun síðasta árs keypti Arctic Fish nýbyggingu og framkvæmdir við stækkun hennar og innréttingu sem laxasláturhúss og vinnslu hófust síðla vetrar. Framkvæmdatíminn er því rúmt ár. Vegna aukningar í laxeldi á Vestfjörðum var sláturhús Arnarlax á Bíldudal hætt að anna báðum fyrirtækjunum. Hefur Arctic þurft að grípa til dýrra bráðabirgðaráðstafana síðustu tvö ár til að leysa sín mál, til dæmis með því að leigja sláturskip frá Noregi.

Blaðamaður Morgunblaðsins heimsótti verksmiðjuna, en ítarlega er fjallað um framkvæmdirnar í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert