Eina leiðin til að leysa deiluna

Aldís Sigurðardóttir, sáttasemjari og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB í …
Aldís Sigurðardóttir, sáttasemjari og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB í Karphúsinu. mbl.is/Eyþór

„Þetta var ekki einfalt og þetta var ekki auðvelt fyrir neinn,“ segir Aldís Sigurðardóttir, annar tveggja sáttasemjara í kjaradeilu BSRB og SÍS.

Hún segir fólkið, hverra kjör deilan snerist um, og samfélagslega ábyrgð hafa verið samningsaðilum efst í huga, þegar samningar voru undirritaðir í Karphúsinu í morgun.

„Samningafólk á mikið hrós skilið fyrir að ná samkomulagi í þessari erfiðu stöðu sem þau voru í,“ segir Aldís og bætir við að samningsaðilar hafi sýnt bæði mikla þrautseigju og útsjónarsemi, en að deilan hafi engu að síður verið erfið og snúin. 

Elísabet S. Ólafsdóttir (t.v.) og Aldís Sigurðardóttir (t.h.) sáttasemjarar ásamt …
Elísabet S. Ólafsdóttir (t.v.) og Aldís Sigurðardóttir (t.h.) sáttasemjarar ásamt samninganefndum BSRB og SÍS við undirritun kjarasamninga í morgun. Ljósmynd/Aðsend

Báðir aðilar lögðu niður vopn

Samningar náðust að lokum þegar báðir aðilar féllust á innanhústillögu um sáttagreiðslu til félagsmanna, en Aldís segir samkomulagið hafa falið í sér að báðir aðilar „leggðu niður vopn.“

„Þetta er ekki þessi afturvirkni, eða eingreiðsla út af þessu. Þetta er bara tillaga frá okkur um sáttagreiðslu til lúkningu þessa máls.“

Aldís og Elísabet S. Ólafsdóttir annar sáttasemjari í málinu lögðu fram tillöguna á fjórða tímanum í nótt, en að sögn Aldísar töldu þær það einu leiðina til að leysa deiluna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert