Laufin farin að falla í sumarbyrjun

Laufblöð eru víða fallin af trjám á göturnar og í …
Laufblöð eru víða fallin af trjám á göturnar og í garða. mbl.is/Kristinn Magnússon

Mörgum kann að þykja undarlegt að lauf séu fallin af trjám víðs vegar um landið, enda minnir það óneitanlega á haustið.

Ástæðurnar eru í grófum dráttum tvær að sögn Hreins Óskarssonar, sviðsstjóra þjóðskóga hjá Skógræktinni. Á sunnanverðu landinu er ástæðan líklega samspil kaldrar suðvestanáttar og særoks.

Á Norðurlandi sést þetta aðallega á klónuðum öspum sem finnast víða í Eyjafirði og Þingeyjarsýslu. Þær laufguðust snemma í vor en fóru síðan illa í næturfrostum um mánaðamótin apríl/maí þar sem trén höfðu misst frostþol.

Þrátt fyrir að laufin séu fallin af trjánum er alls ekki útilokað að þau nái sér aftur. Hreinn segir því mikilvægt að árétta að fólk eigi ekki að höggva trén strax, heldur fylgjast með þeim fram eftir sumri.

Að öllum líkindum koma trén til með að jafna sig í sumar, ef ekki segir Hreinn það ekki eiga að taka nema eitt til tvö ár.

Nánari umfjöllun má finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert