Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Krzystof Dariusz Krzeminski, 46 ára karlmanni vegna máls sem hún hefur til rannsóknar.
Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að Krzystof sé vinsamlega beðinn um að hafa strax samband við lögreglu í síma 112.
„Ef einhverjir þekkja til mannsins, eða vita hvar hann er að finna, eru hinir sömu beðnir um að hafa samband strax við lögregluna í síma 112,“ segir enn fremur.