Evrópska geimferðastofnunin (ESA) hefur ákveðið að reisa EGNOS-leiðréttingastöð á Vestfjörðum. Með því nær geisli kerfisins yfir allt landið en hann náði áður aðeins yfir austurhluta þess. Gerir þetta Isavia og flugrekendum kleift að virkja kerfið á minni flugvöllum á þessu svæði og að auka gæði hönnunar nákvæmnisaðfluga með gps-tækni.
Ísland er á mörkum þess kerfis sem ESB hefur byggt upp í Evrópu. Isavia hefur rekið tvær jarðstöðvar hér í 23 ár, aðra í Reykjavík og hina á Egilsstöðum.
Þessar stöðvar hafa ekki náð að dekka vesturhluta landsins, þ.e. svæðið austan Eyjafjarðar. Það hefur verið nýtt á fimm flugvöllum en með frávikum og á undanþágu. Lengi var beðið eftir því að ESB setti upp jarðstöðvar á Grænlandi sem myndu nýtast hér. Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri innanlandsflugvalla Isavia, segir að Evrópska geimferðastofnunin hafi nú ákveðið að reisa leiðréttingarstöð á Vestfjörðum til að þétta netið hér.
Nánar er fjallað um þessa uppbyggingu í Morgunblaðinu í dag