Hafnarfjarðarvegi verður lokað vegna malbikunar

Stefnt er á að fræsa og malbika Hafnarfjarðarveg. Mynd úr …
Stefnt er á að fræsa og malbika Hafnarfjarðarveg. Mynd úr safni. mbl.is/Ásdís

Stefnt er á að fræsa og malbika Hafnarfjarðarveg á milli Fjarðarhrauns og Lækjarfitjar í norðausturátt í dag og í kvöld. Veginum verður lokað og viðeigandi merkingar og hjáleiðir settar upp.

Áætlað er að fræsingin standi frá kl. 10.00 til 14.00 og malbikunin frá kl. 19.00 til 04.00, að því er segir í tilkynningu.

Einnig er stefnt á að fræsa Hafnarfjarðarveg á milli Arnarnesvegar og Digranesvegar í norðurátt. Hafnarfjarðarvegi verður lokað og verður hjáleið um Arnarnesveg og Reykjanesbraut.

Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 14.00 til 19.00.

Vegfarendur eru beðnir um að virða merkingar og hraðatakmarkanir og sýna aðgát við vinnusvæðin. Vinnusvæðin eru þröng og menn og tæki eru við vinnu mjög nálægt akstursbrautum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert