Malbikun hefur áhrif á umferð mánudagskvöld

Röskun á umferð getur orðið á mánudagskvöld vegna vinnu við …
Röskun á umferð getur orðið á mánudagskvöld vegna vinnu við malbik. mbl.is/Þorsteinn

Malbikun á vegum Vegagerðarinnar fer fram á mánudagskvöld á höfuðborgarsvæðinu, ef veður leyfir, segir í tilkynningu.

Stefnt á að malbika Hafnarfjarðarveg á milli Arnarnesvegar og Digranesvegar í norðurátt. Hafnarfjarðarvegi verður lokað og hjáleið verður um Arnarnesveg og Reykjanesbraut. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 til kl. 05:00.

Einnig er stefnt á að fræsa Hafnarfjarðarveg frá beygjurein upp á Bústaðarveg að gatnamótum Kringlumýrarbrautar og Miklubrautar. Þrengt verður í eina akrein og beygjureinar upp á og niður af Bústaðarvegi verður lokað.

Einnig verður Listabraut lokuð við gatnamót að Kringlu og lokað fyrir vinstri beygju frá Kringlumýrarbraut inn á Listabraut. Áætlað er að framkvæmdirnar standi frá kl. 19:00 til kl. 03:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert