Sérveitin kölluð til og þrír handteknir

Sérsveitin að störfum.
Sérsveitin að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Tilkynnt var um hnífstungu í morgunsárið sem átti sér stað inn í íbúðarhúsnæði.

Brotaþoli náði að komast úr úr íbúðinni og óskaði eftir aðstoð lögreglu. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu naut aðstoðar sérsveitar ríkislögreglustjóra við handtöku á þremur karlmönnum og voru þeir vistaðir í fangaklefa vegna málsins. Hinn slasaði var fluttur á slysadeild Landspítalans til aðhlynningar. 

Þetta kemur fram í dagbók lögreglu. 

Fallhlífar- og fallhlífarsvifflugsslys

Þá var tilkynnt um slys sem hafði orðið við fallhlífarsvifflug (e. paraglide). Grunur leikur á því að viðkomandi hafi fótbrotnað, en nánari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 

Annar einstaklingur slasaðist við fallhlífarstökk í Reykjavík í dag. Hugsanlegt er að hinn slasaði hafi flækst í tré við lendingu og fallið þaðan til jarðar. Ekki er vitað hve alvarleg meiðsli hans eru. 

Tvö rafskútuslys áttu sér stað í dag, en í báðum tilvikum eru ökumenn grunaðir um akstur undir áhrifum áfengis. 

Brotist var inn í söluskúr í Hafnafirði og smáræði af peningum stolið. Einnig var stolið úr verslun en lögregla náði þeim hnuplara og tók skýrslu af honum. 

Fallhlífarstökk.
Fallhlífarstökk. Ljósmynd/mbl.is
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert