Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn hafa haft í nógu að snúast en boðanir fyrir sjúkrabifreiðar voru 117 talsins síðasta sólarhringinn sem er talsvert mikið um helgi.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins greinir frá þessu í Facebook-færslu. Af verkefnunum 117 voru 37 forgangsverkefni og var 23 verkefnum sinnt eftir miðnætti.
Boðanir á dælubíla voru fjórar og var stærsta verkefnið eldur sem kom upp á bifreiðaverkstæði á Esjumelum á ellefta tímanum í gærkvöldi.
Þrír dælubílar voru sendir á vettvang og tók vinna á vettvangi tæplega fjórar klukkustundir. Fór mesti tíminn í að reykræsta.