Tómas formaður Almannaheilla

Tómas Torfason, nýkjörinn formaður Almannaheilla.
Tómas Torfason, nýkjörinn formaður Almannaheilla. Ljósmynd/Aðsend

Tómas Torfason var á aðalfundi Almannaheilla í vikunni kjörinn formaður félagsins. Tómas er nú framkvæmdastjóri KFUM og KFUK.

„Almannaheill hafa unnið að því að styrkja rekstrarumhverfi frjálsra félagasamtaka sem vinna að almannaheill,“ segir í tilkynningu. Þau hvöttu meðal annars til lagasetningar í þeim efnum sem nú hefur raungerst. Heimilt er að draga gjafir til félaga og samtaka sem starfa í almannaþágu frá tekjuskattstofni.  

Tómas var kjörinn formaður Almannaheilla á aðalfundi félagsins í vikunni. Hann er sjötti formaður Almannaheilla og tók við af Jónasi Guðmundssyni, sem er einn af stofnendum félagsins.

Almannaheill skorar á Alþingi að endurskoða ákvæði í virðisaukaskattslögum og veita almannaheillasamtökum rétt til endurgreiðslu virðisaukaskatts af aðföngum. Samtökin vilja að stefnt sé að því að almannaheillasamtök sem skráð eru á almannaheillaskrá verði undanþegin þessum greiðslum, líkt og gildir um almannaheillasamtök í mörgum þeirra landa sem Íslendingar bera sig saman við.   

Jónas Guðmundsson, fyrrverandi formaður Almannaheilla, Guðrún Agnarsdóttir, fyrsti formaður, og …
Jónas Guðmundsson, fyrrverandi formaður Almannaheilla, Guðrún Agnarsdóttir, fyrsti formaður, og Tómas Torfason, nýkjörinn formaður. Ljósmynd/Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert