Alvarleg og óskiljanleg atlaga

Fundurinn var haldinn í safnaðarheimili Kópavogskirkju.
Fundurinn var haldinn í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Ljósmynd/Marteinn Sigurgeirsson

„Þessi alvarlega og óskiljanlega atlaga að menningar, fræðslu og vísindastarfi bæjarfélagsins er í hróplegri mótsögn við stjórnarsáttmála meirihlutaflokkanna. Sáttmála sem kynntur var með pompi og prakt í upphafi kjörtímabilsins. Þetta athæfi setur sannarlega svartan blett á ímynd Kópavogs.“

Þetta kemur fram í ályktun sem samþykkt var á íbúafundi Kópavogsbúa í safnaðarheimili Kópavogskirkju í gær um ákvörðun bæjaryfirvalda í Kópavogi að leggja niður Náttúrufræðistofu og Héraðsskjalasafn Kópavogs. Sögufélags Kópavogs boðaði til fundarins.

Vel sóttur fundur

Að sögn Frímanns Inga Helgasonar, stjórnarmanns í Sögufélagi Kópavogs, var fundurinn vel sóttur. Segir hann að ályktunin verði send bæjaryfirvöldum, en í henni er skorað á yfirvöld að endurskoða ákvörðun sína.

„Fjöldi bæjarbúa hefur afhent Héraðsskjalasafninu til varðveislu einkaskjöl sem tengjast sögu Kópavogs. Það var gert í trausti þess að skjölin væru örugg og aðgengileg innan bæjarmarkanna í vörslu faglegs héraðsskjalasafns. Þessi sátt er nú í algjöru uppnámi og sennilegt að margir óski þess að taka skjöl sín til baka,“ segir í ályktuninni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert