Björn Leví ræðukóngur

Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata.
Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Björn Leví Gunn­ars­son, þingmaður Pírata, er ræðukóng­ur Alþing­is þenn­an þing­vet­ur. Alls talaði hann í 1.940 mín­út­ur, eða rúm­lega 32 klukku­stund­ir. Björn var einnig ræðukóng­ur í fyrra og þing­vet­ur­inn 2017–2018. 

Sam­kvæmt töl­fræði á vef Alþing­is kem­ur fram að Pírat­ar skipa fjög­ur efstu sæt­in á lista yfir ræðutíma alþing­is­manna. Á eft­ir Birni koma Gísli Rafn Ólafs­son, Arn­dís Anna Krist­ín­ar­dótt­ir Gunn­ars­dótt­ir og þar á eft­ir er Andrés Ingi Jóns­son. 

Í 5. til 7. sæti eru þing­menn Flokks fólks­ins, Eyj­ólf­ur Ármanns­son, Inga Sæ­land og Guðmund­ur Ingi Krist­ins­son. 

Ásmund­ur Friðriks­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins, rek­ur lest­ina en hann talaði í alls 107 mín­út­ur. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka