Enn á ný leitað að heitu vatni

Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða bora fyrstu holunar í Tungudal …
Starfsmenn Ræktunarsambands Flóa og Skeiða bora fyrstu holunar í Tungudal á Ísafirði. Lengi hefur verið leitað að heitu vatni fyrir vestan. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Enn á ný er hafin leit að heitu vatni fyrir rafkynta hitaveitu Orkubús Vestfjarða á Ísafirði. Þrjár rannsóknarholur verða boraðar í sumar. Einnig verður borað á Patreksfirði til að afla jarðhita fyrir hitaveitunar þar. Mikill spenningur er á Ísafirði og Patreksfirði fyrir þessum verkefnum en á öllum stöðunum hafa lengi blundað vonir um að geta nýtt jarðhita til húshitunar.

Rafkyntar hitaveitur eru á fimm þéttbýlisstöðum Vestfjarða. Raforkan er keypt á skerðanlegum kjörum og ef hennar nýtur ekki við, þá er olía notuð sem orkugjafi. Samið er um skerðanlega orku, bæði við framleiðandann Landsvirkjun og flutningsaðilann Landsnet. Skerðing getur því bæði átt sér stað vegna bágrar stöðu í lónum Landsvirkjunar og vegna bilana eða fyrirbyggjandi viðhalds á línum Landsnets.

Elías Jónatansson orkubússtjóri segir að munur á verði forgangsorku og skerðanlegrar orku sé að minnka og veiturnar séu á mörkum þess að vera hagkvæmar. Grípa þurfi til einhverra ráða ef málin þróast á verri veg. 

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert