Í dag er spáð vestlægri átt í dag, með léttskýjuðu og hlýju veðri á austanverðu landinu, en skýjað og svalara vestanlands. Hiti verður á bilinu 10 til 20 stig, hlýjast eystra.
Í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands segir að útlit sé fyrir svipað veður á morgun, þó öllu bjartara vestan til. Hæð er fyrir sunnan land sem þokast austur næstu daga.
Á miðvikudag er spáð hægri sunnanátt með lítils háttar rigningu á Suðvestur- og Vesturlandi en áfram þurrki og hlýindum fyrir norðan og austan.