Kom ráðherra mjög á óvart

Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra.
Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessi ákvörðun kemur mjög á óvart og veldur miklum vonbrigðum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra, um ákvörðun sveitarstjórnar Skeiða- og Gnúpverjahrepps sem fjallað var um hér í blaðinu á fimmtudaginn.

Sveitarstjórn Skeiða- og Gnúpverjahrepps hefur ákveðið að fara fram á við Skipulagsstofnun að fresta ákvörðun um landnotkun fyrir Búrfellslund samkvæmt verndar- og orkunýtingaráætlun í allt að tíu ár en Landsvirkjun sótti um virkjanaleyfi til Orkustofnunar vegna Búrfellslundar í nóvember í fyrra.

Eins og fram hefur komið á síðustu misserum er sveitarstjórnarfólk víða ósátt við skattaumhverfið og segja virkjanir skilja lítið eftir sig í nærsamfélaginu til lengdar.

„Ég er sammála sveitarstjórnarfólki um að endurskoða þurfi skattaumhverfið. Að minni tillögu setti ríkisstjórnin af stað starfshóp undir forystu Hilmars Gunnlaugssonar sem hefur hafið störf og á að koma með tillögur um hvernig nærsamfélögin njóti grænorkuvirkjana betur efnahagslega. Í ljósi þess kom þetta gríðarlega á óvart,“ segir Guðlaugur.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert