Neituðu báðir sök á ný

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson í Héraðsdómi Reykjavíkur í …
Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fyrirtaka í hryðjuverkamálinu svokallaða hófst rétt í þessu í Héraðsdómi Reykjavíkur. Héraðssaksóknari hefur gefið út nýjar ákærur á hendur Sindra Snæ Birgissyni og Ísidóri Nathanssyni og verða þær birtar við fyrirtöku málsins.

Sindri og Ísidór eru viðstaddir fyrirtökuna í héraðsdómi, ásamt verjendum þeirra, Sveini Andra Sveinssyni og Einari Oddi Sigurðssyni. Þeir neituðu báðir sök við fyrirtöku málsins.

Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, sækir málið.

Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, sækir málið.
Karl Ingi Vilbergsson, saksóknari hjá embætti héraðssaksóknara, sækir málið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Málin tvö sameinuð

Héraðsdóm­ur vísaði hryðju­verka­hluta máls­ins frá í fe­brú­ar vegna óskýrs orðalags í ákæru. Lands­rétt­ur staðfesti úr­sk­urð héraðsdóms í mars en klofnaði í af­stöðu sinni.

Í úr­sk­urði sín­um sagði Lands­rétt­ur að ákæru­valdið hefði þurft að til­greina mun skýr­ar og ná­kvæm­ar í ákær­un­um hvaða orðfæri og yf­ir­lýs­ing­ar í sam­skipt­um þeirra Sindra Snæs og Ísi­dórs það teldi sýna að Sindri hefði tekið ákvörðun um að fremja hryðju­verk.

Fyr­ir­töku í vopna­laga­hluta máls­ins var frestað í liðnum mánuði meðal ann­ars vegna þess að ákvörðun hafði ekki verið tek­in um að gefa út nýj­ar ákær­ur í hryðju­verka­hluta máls­ins. Málin tvö hafa nú verið sam­einuð.

Sindri Snær Birgisson.
Sindri Snær Birgisson. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert