Óskar Andri dæmdur í þriggja ára fangelsi

Óskar Andri var ákærður fyr­ir til­raun til mann­dráps fyr­ir utan …
Óskar Andri var ákærður fyr­ir til­raun til mann­dráps fyr­ir utan veit­ing­arstaðinn Moe‘s bar í Selja­hverfi í Reykja­vík. Hann hlaut þriggja ára dóm í héraði. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Óskar Andri Jónsson var í dag dæmd­ur í þriggja ára fang­elsi í tengsl­um við sér­stak­lega hættu­lega lík­ams­árás, fyr­ir utan veit­ing­arstaðinn Moe‘s bar í Selja­hverfi í Reykja­vík. Dregst gæslu­v­arðhald Óskars frá brota­degi frá fang­els­is­dóm­in­um.

Þá var hon­um gert að greiða sam­tals 5 millj­ón­ir í miska­bæt­ur til brotaþola. Einnig var Óskari gert að greiða um þrjár millj­ón­ir í mál­svarn­ar­laun, rétt­ar­gæslu og útlagðan kostnað.

Óskar var ákærður fyr­ir að hafa sparkað í mann á fimm­tugs­aldri þar sem hann stóð ut­an­dyra efst í tröpp­um staðar­ins á ann­arri hæð þannig að hann féll niður 23 stein­steypt­ar tröpp­ur.

Maður­inn hlaut höfuðkúpu­brot, dreifðar blæðing­ar í og við heila og al­var­leg­an og var­an­leg­an heilaskaða. Fel­ur það bæði í sér hug­ræna skerðingu, máltrufl­an­ir og tak­markaðan málskiln­ing.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka