Sækist ekki eftir stöðu ríkissáttasemjara

Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissáttasemjari.
Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarríkissáttasemjari. Ljósmynd/Ríkissáttasemjari

Elísabet Ólafsdóttir aðstoðarsáttasemjari segist ekki ætla sækjast eftir stöðu ríkissáttasemjara. Elísabet hefur unnið hjá ríkissáttasemjara í um 40 ár og segir við mbl.is að hún sé sátt við það starf sem hún hefur nú.

Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lét af störfum um mánaðamótin og hefur Ástráður Haraldsson héraðsdómari verið tímabundið sett­ur í embættið þar til skipað verður í embættið að nýju.

Deilunni lauk á afmælisdeginum

Nýverið hefur Elísabet setið fundi samninganefnda BSRB og Sambands íslenska sveitarfélaga vegna kjaradeilu þeirra. Deilunni lauk eftir um 21 tíma langan fund á laugardaginn 10. júní, sem vildi svo til að vera afmælisdagur Elísabetar.

Hún segir að báðir aðilar hafi unnið mjög vel, þeir hafi lagt sitt af mörkum við að leysa deiluna og gott samtal hafi ríkt á milli þeirra.

Aðspurð segir hún að deilan muni líklegast ekki hafa áhrif á komandi kjaraviðræður, þar sem hún sé „byggð af svo sérstökum aðstæðum“.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert