Smáframleiðendur í sókn fyrir norðan

Smáframleiðendur á hjólum fara um víðan völl í sumar.
Smáframleiðendur á hjólum fara um víðan völl í sumar. Ljósmynd/Þórhildur M. Jónsdóttir

Vörusmiðjan er vottað vinnslurými fyrir smáframleiðendur, staðsett á Skagaströnd. Henni var komið á laggirnar árið 2016 með þann tilgang að ýta undir nýsköpun og nýtingu hráefna á Norðvesturlandi.

Undanfarin sjö ár hafa umsvif smiðjunnar stóraukist, en í dag býður hún upp á ýmiss konar úrræði fyrir smáframleiðendur: fræðslu, námskeið og aðstöðu til framleiðslu og sölu afurða, sem fer fram bæði á netinu og á hjólum.

Vilja efla og auka nýsköpun

„Þetta hófst sem verkefni til þess að efla og auka nýsköpun á svæðinu,“ segir Þórhildur Margrét Jónsdóttir, verkefnastýra Vörusmiðjunnar. Eftir að hafa fengið styrk frá Sambandi sveitarfélaga á Norðurlandi vestra til þess að fjármagna framtakið hóf Vörusmiðjan að setja upp námskeið og fræðslu fyrir smáframleiðendur. Markmiðið með framtakinu, sem er ekki hagnaðardrifið að sögn Þórhildar, er að gefa smáframleiðendum tækifæri og aðstöðu til þess að auka kunnáttu sína og koma sér á framfæri.

Framleiðendum Vörusmiðjunnar fjölgaði ört með árunum og í kjölfarið var farið af stað með netverslun. Með netversluninni kviknaði sú hugmynd að dreifa sölu smáframleiðendanna víðar, en árið 2020 var Vörusmiðjunni veitt viðbótarfjármagn fyrir verkefnið „Smáframleiðendur á ferðinni“.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert