Sýknaðir af ákæru um skattsvik

Annar ákæruliðurinn fól í sér brot á skattalögum fyrir að …
Annar ákæruliðurinn fól í sér brot á skattalögum fyrir að hafa ekki tilgreint söluhagnað sem tekjur. Ekki þótti sannað að salan væri hagnaður. mbl.is/Kristinn Magnússon

Tveir fyrirsvarsmenn einkahlutafélags voru á föstudag sýknaðir í Landsrétti af ákæru í tveimur kæruliðum um skattsvik og sneri dómurinn þar við dóm Héraðsdóms Vestfjarða, en áður höfðu þeir verið dæmdir í þriggja mánaða fangelsi í héraðsdómi.

Ákæran beindist annars vegar að meiri háttar broti á skattalögum með því að hafa ekki skilað skattframtali félagsins gjaldárið 2014 vegna rekstrarársins 2013 og hins vegar fyrir að hafa ekki tilgreint söluhagnað félagsins árið 2013 sem tekjur.

Annað brotið fyrnt og hitt ósannað

Voru þeir sýknaðir af fyrrnefndum ákærulið vegna þess að tveggja ára fyrningarfrestur brotsins var liðinn og af síðarnefndum ákæruliði vegna þess að það þótti ekki sannað að hagnaður hefði orðið af sölu aflaheimilda til annars félags árið 2013.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert