Utanríkisráðherrar Norðurlanda komu til Ísafjarðar í kvöld. Reglubundinn sumarfundur norrænnar samvinnu verður í vikunni á Ísafirði en Ísland gegnir þar formennsku.
Í fyrramálið munu ráðherrarnir funda í Edinborgarhúsinu og eru helstu umræðuefni þar á dagskrá málefni Úkraínu, samskiptin við Rússland og ástand mannúðarmála og staða kvenna í Afganistan. Sumarfundur utanríkisráðherra Norðurlanda fór síðast fram á Íslandi árið 2019.
Í kvöld kíktu utanríkisráðherrar Íslands, Finnlands, Danmerkur og Svíþjóðar á Bolafjall í skoðunarferð í blíðskaparveðri. Í för með ráðherra voru Sigríður Hulda Guðbjörnsdóttir, formaður bæjarráðs í Bolungarvík, og Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri.
Auk Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur utanríkisráðherra munu forsætisráðherrar Finnlands, Noregs, Danmerkur og Svíþjóðar funda.